Sprengjuhótun í Borgarholtsskóla

Borgarholtsskóli var rýmdur í hádeginu vegna sprengjuhótunar.
Borgarholtsskóli var rýmdur í hádeginu vegna sprengjuhótunar. mbl.is/Kristinn

Lögreglan og slökkvilið hefur verið kallað að Borgarholtsskóla vegna sprengjuhótunar. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur einn dælubíll og tveir sjúkrabílar verið sendir á staðinn. Tilkynning barst kl. 12:08 að sögn lögreglu. Búið er að rýma skólann og girða svæðið af.

Fjölmennt lögreglulið er á staðnum. Verið er að bíða eftir sprengjusérfræðingum frá ríkislögreglustjóra og munu þeir leita í skólanum og kanna hvort hótunin eigi við rök að styðjast.

Ekki liggur fyrir hversu margir voru í Borgarholtsskóla þegar hótunin barst, en skólinn var settur í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert