Ekki undanþegnir innheimtulögum

Gísli Tryggvason.
Gísli Tryggvason.

Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, hefur beðið Lögmannafélag Íslands um að leiðrétta þann misskilning sem orðið hefur vart við hjá einstaka lögmönnum að þeir séu undanþegnir innheimtulögum áður en mál kemur til dómstóla eða sýslumanns.

Segir á vef talsmann neytenda að hann hafi fengið ávæning af því að einstaka lögmannsstofur teldu að ákvæði reglugerðar um hámark innheimtukostnaðar ættu ekki við um innheimtubréf sem lögmenn senda gjarnan áður en mál berst dómstólum með stefnu eða sýslumanni með ósk um fullnustugerð.

Sjá nánar á vef talsmanns neytenda


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert