Engin sprengja fannst í Borgarholtsskóla

Borgarholtsskóli var rýmdur í hádeginu vegna sprengjuhótunar.
Borgarholtsskóli var rýmdur í hádeginu vegna sprengjuhótunar. mbl.is/Kristinn

Sprengju­leit­ar­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar hef­ur leitað af sér all­an grun í Borg­ar­holts­skóla en til­kynnt var um sprengju í skól­an­um laust eft­ir klukk­an 12. Eng­in sprengja fannst í skól­an­um. Lög­regla leit­ar manns sem grunaður er um að hafa hringt inn hót­un­ina.

Hót­un­in barst klukk­an 12:08. Hringt var í skól­ann og sagt að rýma yrði hús­næðið strax ann­ars ann­ars yrðu af­leiðing­arn­ar mjög al­var­leg­ar. Lög­reglu var til­kynnt um hót­un­ina og húsið rýmt í skynd­ingu.

Fjöl­mennt lið lög­reglu, slökkviliðs og sjúkra­flutn­inga­manna var sent að Borg­ar­holts­skóla. Sprengju­leit­ar­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð til og hef­ur hún gengið úr skugga um að eng­in sprengja er í hús­inu.

Grun­ur beind­ist fljótt að ákveðnum manni og leit­ar lög­regla hans nú.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert