Fylgst náið með framvindu Icesave

Icesave
Icesave

Hollenska viðskiptablaðið FEM segir á vef sínum í dag að náið sé fylgst með í fjármálaheiminum hver framvinda Icesave er á íslenska þinginu. Ef samkomulagið verður ekki endanlega afgreitt þá sé hætta á að Ísland verði sniðgengið í fjármálaheiminum.

Í frétt blaðsins er fjallað um atkvæðagreiðsluna um Icesave fyrir helgi á Alþingi og að það styttist í lokaumferð málsins í þinginu. Segir FEM að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og aðrir lánveitendur fylgist með með og ef samkomulaginu verður hafnað eða það samþykkt með miklum fyrirvörum þá sé líklegt að Ísland verði sniðgengið. Tekur blaðið sem dæmi að Norræni fjárfestingabankinn hafi lokað á allar lánveitingar til Íslands þar til búið verður að ganga frá Icesave-samkomulaginu.

Jafnframt eigi eftir að koma í ljós hvað bresk og hollensk stjórnvöld segi um þá fyrirvara sem samþykktir voru í fjárlaganefnd. 

Fréttin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert