Fylgst náið með framvindu Icesave

Icesave
Icesave

Hol­lenska viðskipta­blaðið FEM seg­ir á vef sín­um í dag að náið sé fylgst með í fjár­mála­heim­in­um hver fram­vinda Ices­a­ve er á ís­lenska þing­inu. Ef sam­komu­lagið verður ekki end­an­lega af­greitt þá sé hætta á að Ísland verði sniðgengið í fjár­mála­heim­in­um.

Í frétt blaðsins er fjallað um at­kvæðagreiðsluna um Ices­a­ve fyr­ir helgi á Alþingi og að það stytt­ist í lokaum­ferð máls­ins í þing­inu. Seg­ir FEM að Alþjóða gjald­eyr­is­sjóður­inn og aðrir lán­veit­end­ur fylg­ist með með og ef sam­komu­lag­inu verður hafnað eða það samþykkt með mikl­um fyr­ir­vör­um þá sé lík­legt að Ísland verði sniðgengið. Tek­ur blaðið sem dæmi að Nor­ræni fjár­fest­inga­bank­inn hafi lokað á all­ar lán­veit­ing­ar til Íslands þar til búið verður að ganga frá Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu.

Jafn­framt eigi eft­ir að koma í ljós hvað bresk og hol­lensk stjórn­völd segi um þá fyr­ir­vara sem samþykkt­ir voru í fjár­laga­nefnd. 

Frétt­in í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka