Fyrsta græna stóriðjan á Íslandi í gang

Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy,
Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy, mbl.is

Um níutíu ný störf skapast við nýja aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi við Akureyri en tvær fyrstu vélasamstæður hennar voru gangsettar sl. föstudag. Fjörutíu manns munu vinna beint við verksmiðjuna fyrsta kastið, en starfsmönnum fjölgar eftir því sem uppsetningu véla vindur fram. Heildarfjöldi starfa – ásamt afleiddum störfum – er talinn verða nærri þrjú hundruð.

„Þetta er fyrsta græna stóriðjan á Íslandi. Jafnframt markar þessi starfsemi þau tímamót að hér starfa innlendir og erlendir aðilar saman, en til þessa hafa erlendir aðilar leitt alla uppbyggingu stóriðju hérlendis,“ segir Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy, þróunarfélags verksmiðjunnar á Íslandi.

Uppbygging verksmiðjunnar hefur gengið vel, en tvö ár eru liðin síðan raforkusamningur vegna starfseminnar á Íslandi var undirritaður. Tvær vélasamstæður voru gangsettar sl. föstudag en alls verða tuttugu vélar komnar af stað um áramótin. Undir lok næsta árs er stefnt að því að fullum afköstum verði náð með 64 vélasamstæðum.

Aflþynnur eru smíðaðar úr áli og eru notaðar í ýmsan rafbúnað, meðal annars til að halda uppi spennu. Einnig verða þynnurnar notaðar til dæmis í vindmyllur og sólarsellur þar sem þarf að jafna og viðhalda spennu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert