Sex mótmælendur á vegum samtakanna Saving Iceland hafa hlekkjað sig við vinnutæki í Helguvík þar sem álversframkvæmdir Norðuráls standa yfir. Alls mættu 12 mótmælendur á svæðið um kl. sjö í morgun. Lögreglan er á staðnum og hefur vísað sex mótmælendum, sem höfðu ekki hlekkjað sig við nein tæki, af svæðinu.
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, talsmaður Saving Iceland, segir að ekki hafi komið til neinna handalögmála. Hann segir að sex mótmælendur hafi hlekkja sig með stálhólkum við vinnutæki á svæðinu, m.a. lyftara og krana.
Að sögn lögreglu er unnið að því að losa fólkið og vísa því af svæðinu.
Tveir mótmælendur voru færðir niður á stöð til skýrslutöku, en þeim hefur nú verið sleppt.