Hestakerra valt við Kjalarnes

Hrossið virtist hafa sloppið ómeitt að sögn lögreglu.
Hrossið virtist hafa sloppið ómeitt að sögn lögreglu. Ljósmynd Björn Björnsson

Hestakerra með hrossi í valt á veginum við Kjalarnes um hálftvöleytið í dag. Hesturinn komst út úr kerrunni og virtist að sögn lögreglu hafa sloppið ómeiddur. Mjög hvasst er nú víða á landinu og hafa vegfarendur verið varaðir við erfiðum akstursskilyrðum.

Tveir húsbílar hafa fokið út af veginum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í dag. Bílarnir lentu báðir á hliðinni og virðast þeir töluvert skemmdir. Þrír erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum og tveir í hinum.

Mjög hvasst er nú á Snæfellsnesi og víða annars staðar á landinu og hafa vegfarendur verið varaðir við erfiðum akstursskilyrðum og beðnir um að halda hraðanum hæfilegum.  Á það sérstaklega við ökumenn húsbíla og ökutækja með aftanívagna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert