Vísitala kaupmáttar launa í júlí 2009 er 106,4 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 7,8%.
Launavísitala í júlí 2009 er 358,0 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 2,6%, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.
Samkvæmt samkomulagi um breytingar á kjarasamningum milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritað var þann 25. júní sl. komu launabreytingar sem samkvæmt fyrri samningum áttu að taka gildi 1. mars 2009 til framkvæmda að hluta þann 1. júlí sl.
Samkvæmt samkomulaginu hækkuðu almennir launataxtar um 6.750-8.750
krónur þann 1. júlí en síðari hluti hækkunarinnar kemur til framkvæmda
1. nóvember 2009.