Kaupmáttur launa hefur lækkað um 7,8%

Vísi­tala kaup­mátt­ar launa í júlí 2009 er 106,4 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hef­ur vísi­tala kaup­mátt­ar launa lækkað um 7,8%.

 Launa­vísi­tala í júlí 2009 er 358,0 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hef­ur launa­vísi­tal­an hækkað um 2,6%, sam­kvæmt frétt á vef Hag­stofu Íslands.

Sam­kvæmt sam­komu­lagi um breyt­ing­ar á kjara­samn­ing­um milli aðild­ar­fé­laga Alþýðusam­bands Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sem und­ir­ritað var þann 25. júní sl. komu launa­breyt­ing­ar sem sam­kvæmt fyrri samn­ing­um áttu að taka gildi 1. mars 2009 til fram­kvæmda að hluta þann 1. júlí sl.

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu hækkuðu al­menn­ir launataxt­ar um 6.750-8.750 krón­ur þann 1. júlí en síðari hluti hækk­un­ar­inn­ar kem­ur til fram­kvæmda 1. nóv­em­ber 2009.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka