Alls bárust kröfur upp á 316,6 milljarða króna í þrotabú Baugs Group en frestur til að skila inn kröfum rann út miðvikudaginn 19. ágúst sl. Þar af eru veðkröfur upp á 123,9 milljarða króna, forgangskröfur (til að mynda laun starfsmanna) upp á 78 milljónir króna. Almennar kröfur eru upp á 170,2 milljarða króna, en þá er meðal annars átt við víxla, reikninga, skatta ofl. Eftirstæðar kröfur eru 22,5 milljarðar króna, en þá er til að mynda um að ræða vexti og annan kostnað sem falla til eftir upphaf skipta.
Í tilkynningu frá skiptastjórum þrotabús Baugs kemur fram að í ljósi umræðu síðustu daga um kröfur í þrotabúið þá hafi verið talið rétt að upplýsa um fjárhæðir krafna.