Nálgast endalokin í umræðum um Icesave

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefnfdar á Alþingi
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefnfdar á Alþingi mbl.is/Eggert

Guðbjart­ur Hann­es­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir „enda­lok­in“ á umræðum um Ices­a­ve á Alþingi vera að nálg­ast. Fjár­laga­nefnd muni hitt­ast klukk­an 10 í dag og halda áfram um­fjöll­un um frum­varp fjár­málaráðherra um rík­is­ábyrgð á Trygg­inga­sjóði inni­stæðueig­enda vegna lána frá Bret­um og Hol­lend­ing­um fyr­ir Ices­a­ve-reikn­ings­inni­stæðum Lands­bank­ans. Guðbjart­ur seg­ir nefnd­ar­menn reyna eft­ir fremsta megni að ná sátt­um um málið í heild.

Meiri­hluti Alþing­is samþykkti þær breyt­ing­ar­til­lög­ur sem gerðar voru við frum­varpið í 2. umræðu, og var málið þannig sett aft­ur til fjár­laga­nefnd­ar fyr­ir 3. umræðu. Meðal breyt­ing­ar­til­lagna var að end­ur­greiðslur á lán­un­um til Breta og Hol­lend­inga skuli taka mið af þróun efna­hags­mála hér á landi.

Þar er hag­vöxt­ur í land­inu helsta for­send­an sem stýr­ir greiðslum á lán­un­um. Þ.e., að ef eng­inn hag­vöxt­ur er í land­inu þá falli greiðslur af lán­un­um niður.

Guðbjart­ur seg­ir helst unnið að því að reyna að styrkja fyr­ir­var­ana. „Það kom upp í umræðunni að hugs­an­lega væri ein­hver vafi á því að fyr­ir­var­arn­ir myndu halda þegar á reyndi. Við vilj­um reyna að tryggja að það sé ekki vafi á því að fyr­ir­var­arn­ir haldi. Það skipt­ir miklu máli að ná sátt­um um þetta mál og við mun­um reyna það eft­ir fremsta megni. Ég tel að það sé vel hægt að eyða öll­um efa­semd­um um þessi mál, en þetta er í raun að miklu leyti texta­vinna, þar sem góð sátt hef­ur náðst um meg­in­at­riðin.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka