Vonast enn eftir víðtækri samstöðu

Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar segir deilt um orðalag fremur en mikilvæg ágreiningsefni varðandi Icesave-samninginn. Hann segir að það ætti að vera hægt að ljúka málinu í dag. 

Þór Saari sað Fjárlaganefnd leggi nú áherslu á að fyrirvarar við ríkisábyrgð haldi. Hann segist telja hægt sé að tryggja það með því að skýra 2 til 3 atriði betur áður gengið verður frá framhaldsnefndaráliti. Þannig séu ekki mikilvæg ágreinigsefni sem málið strandi á heldur þurfi að vanda lokafráganginn betur.

Fyrir fundinum núna liggur tillage frá Tryggingasjóði innstæðueigenda um orðalagsbreytingar sem eiga að tryggja fyrirvaranna. En nefndarmenn vildu kalla til gesti til að ganga betur úr skugga um það.

Þór segist enn telja að víðtæk samstaða ætti að geta náðst um fyrirvaranna, Ekki strandi á neinum ágreiningi.. Framsóknarmenn vilji þó kveða heldur fastar að orði en það bendi ekkert enn til þess að sjálfstæðismenn verði ekki með.

Fjárlaganefnd kom saman til fundar klukkan en meðal gesta sem koma fyrir nefndina eru lögfræðingarnir Þórhallur H. Þorvaldsson og Þorsteinn Einarsson sem skrifuðu í Morgunblaðið í dag um möguleika Íslands á að krefjast skuldajöfnunar í þrotabúi gamla Landsbankans ef Bretar geri kröfu í búið. Þór segir að menn séu ekki á eitt sáttir um hvort þetta sé raunhæf leið eða eigi við. Það þótti þó ástæða til að boða mennina á fundinn núna klukkan þrjú til að fá nánari útskýringar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert