Sementsverksmiðjan gengur út október

Sements­verk­smiðjan á Akra­nesi geng­ur út októ­ber. Þá er fyr­ir­hugað að stöðva fram­leiðslu vegna viðhalds en óvíst er um fram­haldið.

Fram­leiðsla var stöðvuð í Sements­verk­smiðjunni í janú­ar sl. vegna viðhalds. Fram­leiðsla hófst á ný í lok maí, eft­ir tæp­lega fjög­urra mánaða hlé, sem nýtt var til viðhalds og lag­fær­inga á gjall­brennslu­ofni verk­smiðunn­ar og öðrum fram­leiðslu­búnaði henn­ar.

Alla jafna þarf að stöðva fram­leiðslu verk­smiðjunn­ar á 10 mánaða fresti vegna viðhalds á gjall­brennslu­ofn­in­um en vegna stöðunn­ar á bygg­inga­markaði verður fram­leiðsla stöðvuð í lok októ­ber. Ekki er ljóst hvenær fram­leiðsla hefst á ný en fram­leiðslu­hlé mun vara í a.m.k. þrjá mánuði.

Sements­verk­smiðjan berst nú fyr­ir lífi sínu vegna mik­ils sam­drátt­ar á bygg­ing­ar­markaði. For­svars­menn verk­smiðjunn­ar hafa farið fram á að starfs­hlut­fall starfs­manna verði lækkað tíma­bundið í 50% til að mæta sam­drætt­in­um. Formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, VLFA, og full­trúi frá Vinnu­mála­stofn­un þinga með starfs­mönn­um á föstu­dag­inn vegna þess­ar­ar ósk­ar. um 50 manns vinna hjá Sements­verk­smiðjunni go af­leidd störf eru um 90.

Formaður VLFA seg­ir furðu sæta að fyr­ir­tæki sem er í eigu ís­lenska rík­is­ins skuli kaupa inn­flutt  sementi frá Dan­mörku á sama tíma Sements­verk­smiðjan á Akra­nesi berst fyr­ir lífi sínu.

„Það er Aal­borg Port­land Helgu­vík, sem er ís­lenskt fyr­ir­tæki í eigu Dana, sem flyt­ur inn sement frá Dan­mörku. Það hafa verið flutt inn rúm­lega 20 þúsund tonn á þessu ári að verðmæti um 240 millj­óna króna í gjald­eyri. Í fyrra voru flutt inn um 111 þúsund tonn af dönsku sementi,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður VLFA.

Helsti viðskiptamaður Aal­borg, sem flyt­ur inn danska sementið, er Steypu­stöðin h.f sem er í eigu Íslands­banka en bank­inn er í eigu ís­lenska rík­is­ins.

„Það vek­ur einnig mikla furðu að verið er að nota inn­flutt danskt sement í Hell­is­heiðar­virkj­un sem Orku­veit­an er að byggja en rétt er að geta þess að Akra­nes­bær á 5% í Orku­veit­unni. Það er einnig verið að nota danska steypu við brú­ar­smíði yfir Hvítá á veg­um Vega­gerðar rík­is­ins,“ seg­ir formaður VLFA.

Starfs­menn Sements­verk­smiðjunn­ar hafa boðið Svandísi Svavars­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra í heim­sókn þar sem um­hverf­is­ráðherra verður sýnd verk­smiðjan. Einnig vilja starfs­menn ræða þann vanda sem verk­smiðjan stend­ur frami fyr­ir í kjöl­far sam­drátt­ar á bygg­ing­ar­markaði. Um­hverf­is­ráðherra hef­ur þekkst boðið og mun heim­sækja verk­smiðjuna á fimmtu­dag.

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.
Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður VLFA.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert