Verulegur verðmunur á jarðarberjagraut

Verulegur verðmunur er á Kjarna jarðarberjagraut, samkvæmt smákönnun Neytendasamtakanna.

Grauturinn er ódýrastur í Bónus, kostar 282 krónur lítrinn en dýrastur í Samkaup-Úrval þar sem lítrinn kostar 489 krónur. Munurinn er 207 krónur eða 73,4%.

Í Nettó og Kaskó kostar lítrinn 289 krónur, í Fjarðarkaupum kostar lítrinn 330 krónur, Spar-Bæjarlind selur lítrann á 359 krónur og Melabúðin á 415 krónur.

Þann 12. ágúst í fyrra könnuðu Neytendasamtökin verð á sömu vöru. Samkvæmt upplýsingum verslana hefur heildsöluverð á þessari vöru hækkað í þrígang á þessu tímabili. Neytendasamtökin taka fram að hráefni í þessa vöru er flutt inn og því hefur gengisþróun veruleg áhrif á verðið.

Jarðarberjagrauturinn hefur hækkað mest í Melabúðinni eða um 109,6% frá síðustu könnun.

Í einu tilviki hefur grauturinn lækkað í verði milli ára um 4% en það er hjá Spar-Bæjarlind. Þar hefur álagning verið lækkuð verulega. Neytendasamtökin geta þess að verð í Bónus í fyrra var tilboðsverð.

Samtökin taka fram að upplýsingar um verð eru fengnar í gegnum síma eða á heimasíðu fyrirtækja. Ennfremur benda samtökin á að smákannanir eru ekki alltaf tæmandi, heldur gefa þær hugmyndir um markaðinn.

Vefsíða Neytendasamtakanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert