Á vanskilaskrá í greiðsluaðlögun

Guðbjörg Þórðardóttir
Guðbjörg Þórðardóttir

„Ég fékk enga viðvörun um að kreditkortinu mínu yrði lokað rétt fyrir síðustu mánaðamót sem voru um verslunarmannahelgina. Ég var strax sett í stöðu gjaldþrota einstaklings í bankanum mínum vegna greiðsluaðlögunarinnar sem ég hafði fengið. Það var ekki beðið eftir því að launin mín yrðu lögð inn.“

Þetta segir Guðbjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi sem fékk greiðsluaðlögun samþykkta í héraðsdómi í síðari hluta júlímánaðar.

Guðbjörg, sem er öryrki, hafði lent í greiðsluerfiðleikum þar sem hún sat uppi með tvær fasteignir. Hún bjó í raðhúsi en ætlaði að minnka við sig og keypti sér íbúð áður en raðhúsið var selt. Viku eftir að hún gekk frá kaupsamningi um íbúðina hrundi fasteignamarkaðurinn.

„Nú er ég búin að selja raðhúsið á undirverði en ég þurfti á greiðsluaðlögun að halda vegna þeirrar stöðu sem ég var komin í,“ segir Guðbjörg.

Viku eftir úrskurð héraðsdóms um greiðsluaðlögun barst Guðbjörgu bréf frá Lánstrausti um að hún færi á vanskilaskrá yrði mál hennar ekki gert upp innan 14 daga. „Daginn eftir að bréfið barst lokaði bankinn kortinu mínu. Ég fór í bankann strax eftir verslunarmannahelgi. Þar var mér sagt að samkvæmt reglum bankans væri ég meðhöndluð eins og vanskilamanneskja. Með aðstoð lögmannsins sem hafði verið skipaður umsjónarmaður minn fékk ég fyrir náð og miskunn 50 þúsund krónur af 500 þúsund króna yfirdráttarheimildinni minni til þess að ég gæti keypt mat og skólagögn fyrir dóttur mína. Ég hef alltaf staðið í skilum við þennan banka minn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka