Herða skilyrði fyrir endurgreiðslu á æðahnútaaðgerðum

Reuters

Skil­yrði greiðslna Sjúk­trygg­inga vegna lýta­lækn­inga breyt­ast með reglu­gerð sem heil­brigðisráðherra hef­ur sett. Þetta þýðir að skil­yrði fyr­ir niður­greiðslum rík­is­ins t.d. vegna æðahnútaaðgerða verða hert og hætt verður að greiða niður kostnað vegna aðgerða við rós­roða.

Reglu­gerðin tek­ur gildi 1. októ­ber 2009 og frá sama tíma fell­ur úr gildi reglu­gerð nr. 471/​2001 um greiðslur sjúkra­trygg­inga fyr­ir lýta­lækn­ing­ar og fegr­un­araðgerðir. Breyt­ing­arn­ar eru gerðar í sparnaðarskyni.

Mark­miðið er að spara 30 millj­ón­ir króna á þessu ári, en reglu­gerðarbreyt­ing­in á að spara um 90 millj­ón­ir króna reiknuð til heils árs. Árleg­ur kostnaður vegna lýta­lækn­inga er nú um 400 millj­ón­ir króna á ári og af þeirri upp­hæð greiða Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands um 300 millj­ón­ir króna, að því er seg­ir á vef heil­brigðisráðuneyt­is­ins.

Reglu­gerðin í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert