Höfða einkamál gegn hrunfólkinu

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að skipa starfshóp til að undirbúa skaðabótamál á hendur þeim sem ollu almenningi fjárhagslegu tjóni í aðdraganda bankahrunsins.

Hópurinn á að meta hvert tilvik fyrir sig og fara fram á kyrrsetningu eigna ef tilefni er til slíkrar málshöfðunar. Í kjölfarið á að höfða einkamál með það fyrir augum að ríkið fái bætur fyrir það tjón sem aðrir hafa valdið því með verkum sínum.

Sönnunarkröfur í skaðabótmálum eru frábrugðnar opinberum málum. Ef fyrirliggjandi gögn sýna brotlega eða gáleysislega framgöngu er unnt að höfða slíkt mál án þess að fyrir liggi hvort lög hafi verið brotin. Sönnunarkröfur eru jafnframt vægari þótt vissulega þurfi að færa sönnur á slíkar kröfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka