Icesave afgreitt úr nefnd

Heiðar Kristjánsson

Fjár­laga­nefnd hef­ur af­greitt Ices­a­ve-frum­varpið út úr nefnd­inni með breyt­ing­ar­til­lög­um. All­ir nefnd­ar­menn að Hösk­uldi Þór­halls­syni, full­trúa Fram­sók­an­r­flokks­ins, und­an­skild­um styðja breyt­ing­ar­til­lög­urn­ar. 

„Það er í meg­in­at­riðum tvö atriði sem er verið að herða á með þess­um breyt­ing­ar­til­lög­um. Það er tryggt enn bet­ur að fyr­ir­var­arn­ir haldi gagn­vart er­lend­um aðilum. Við styrkj­um það ákvæði með mjög af­drátt­ar­laus­um hætti. Hins veg­ar er fjallað bet­ur um hvað ger­ist við lok samn­ings­tím­ans, þ.e. um mitt ár 2024. Gengið er form­lega frá því með hvaða hætti eigi að ljúka tíma­bil­inu. Rík­is­ábyrgðin gild­ir fram að þess­um tíma en það er ákvæði um að þá taki menn upp samn­inga ef eft­ir­stöðvar verða þá á lán­inu,“ seg­ir Guðbjart­ur Hann­es­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar.

Frum­varpið kem­ur nú aft­ur til kasta þings­ins. Gengið verður frá nefndaráliti áður en boðað verður til þing­fund­ar en ljóst er að þing­fund­ur verður þó ekki hald­inn í dag. „Það er for­seta að ákveða hvort málið verður tekið fyr­ir á morg­un eða á fimmtu­dag,“ seg­ir Guðbjart­ur.

Hann kveðst vona að  málið sé nú komið á loka­stig. Tíu af ell­efu full­trú­um í fjár­laga­nefnd styðji til­lög­urn­ar. „Það áskilja sér all­ir rétt að það geti komið ein­hverj­ar breyt­ing­ar við loka­af­greiðsluna en þetta er niðurstaðan.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka