Óvíst um atkvæði Sjálfstæðsflokks

00:00
00:00

Ices­a­ve-málið verður vænt­an­lega lög­fest með stuðningi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar VG, og Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar. Óvíst er um stuðning sjálf­stæðismanna og Fram­sókn­ar­menn eru á móti.

Fjár­laga­nefnd hef­ur nú af­greitt málið end­an­lega úr nefnd en all­ir flokk­ar nema Fram­sókn­ar­flokk­ur styðja end­an­lega af­greiðslu nefnd­ar­inn­ar.  Ein­ar K. Guðfinns­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins  seg­ir að Sjálf­stæðis­menn styðji þær breyt­ing­ar­til­lög­ur sem séu lík­leg­ar til að styrkja málið. Það muni svo bara koma í ljós við loka­af­greiðslu máls­ins hvernig þeir greiði at­kvæði.

Ein­ar K, seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi ekki ráðið við málið og ekki haft póli­tísk­an meiri­hluta fyr­ir því. Núna sé búið að ger­breyta frum­varp­inu og rík­is­stjórn­in hafi því verið gerð aft­ur­reka með sitt mál.

Fjár­laga­nefnd ákvað und­ir lok­in að setja sem fyr­ir­vara að rík­is­ábyrgðin taki ekki gildi fyrr en Bret­ar og Hol­lend­ing­ar fall­ist á skil­yrðin. Þá gildi hún ein­ung­is til 2024.

Árni Þór Sig­urðsson þingmaður VG seg­ir að Sjálf­stæðis­menn séu meðflutn­ings­menn að breyt­inga­til­lög­um fjár­laga­nefnd­ar. Þeir hljóti því að standa með mál­inu í þing­inu. Það væri óneit­an­lega sér­kenni­legt ef þeir gerðu það ekki.

Hösk­uld­ur Þór­halls­son þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist enn vera al­ger­lega á móti frum­varp­inu Fyr­ir­var­arn­ir séu óskýr­ir og loðnir. Nýi fyr­ir­var­inn um að rík­is­ábyrgðin taki ein­ung­is til árs­ins 2024  sé ein­ung­is til þess fall­in að blekkja fólk. Í næstu setn­ingu á eft­ir segi að hann gildi með hliðsjón af öðrum fyr­ir­vör­um sem mæli fyr­ir um viðræður við Breta og Hol­lend­inga að þess­um tíma lokn­um. Þá standi al­menn­ing­ur frammi fyr­ir því að það sé farið að lengja láns­tíma lána sem Íslend­ing­ar áttu aldrei að borga. Fram­sókn­ar­menn standi enn sem fyrr á móti slíku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert