Ríkisábyrgðin falli niður 2024 og fyrirvarar haldi

Fjárlaganefnd fundar undir forystu Guðbjarts Hannessonar, formanns nefndarinnar.
Fjárlaganefnd fundar undir forystu Guðbjarts Hannessonar, formanns nefndarinnar. Heiðar Kristjánsson

Fulltrúar allra flokka í fjárlaganefnd, að Framsóknarflokknum undanskildum, freistuðu þess í gærkvöldi að tryggja að breytingatillögur við Icesave-frumvarpið, sem samþykktar voru af meirihluta Alþingis fyrir þriðju og síðustu umræðu á dögunum, myndu halda.  Nefndinni tókst ekki að ljúka umfjöllun um málið í nótt og hefur fundur verið boðaður í dag.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var lögð á það áhersla að ríkisábyrgð á lánum tryggingasjóðs innstæðueigenda frá Bretum og Hollendingum, vegna Icesave-skulda, myndi falla niður árið 2024, óháð því hvort búið yrði að greiða þau til baka á þeim tíma eða ekki. Samkvæmt Icesave-samningnum sem þegar hefur verið undirritaður verður ekki byrjað að greiða lánin til baka fyrr en árið 2016, eða eftir sjö ár.

„InDefence-fyrirvarinn“

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lögðu fulltrúar stjórnarflokkanna, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, áherslu á það í gærkvöldi að ná sáttum við Sjálfstæðismenn til að tryggja eins breiða sátt um málið og mögulegt væri.

Fulltrúar í fjárlaganefnd hafa lagt á það áherslu að vera upplýstir um öll samskipti sem embættismenn í ráðuneytum eiga við Breta og Hollendinga vegna vinnu fjárlaganefndar.

Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, segir samskiptin við Breta og Hollendinga vera í faglegum og eðlilegum farvegi. Þeir hafi verið upplýstir um fyrirvara sem fjárlaganefnd hefur gert við frumvarpið. Hins vegar vilji þeir ekki tjá sig efnislega um málið, eða taka afstöðu til fyrirvaranna, fyrr en niðurstaða Alþingis í málinu verður ljós.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert