Ríkisábyrgðin falli niður 2024 og fyrirvarar haldi

Fjárlaganefnd fundar undir forystu Guðbjarts Hannessonar, formanns nefndarinnar.
Fjárlaganefnd fundar undir forystu Guðbjarts Hannessonar, formanns nefndarinnar. Heiðar Kristjánsson

Full­trú­ar allra flokka í fjár­laga­nefnd, að Fram­sókn­ar­flokkn­um und­an­skild­um, freistuðu þess í gær­kvöldi að tryggja að breyt­inga­til­lög­ur við Ices­a­ve-frum­varpið, sem samþykkt­ar voru af meiri­hluta Alþing­is fyr­ir þriðju og síðustu umræðu á dög­un­um, myndu halda.  Nefnd­inni tókst ekki að ljúka um­fjöll­un um málið í nótt og hef­ur fund­ur verið boðaður í dag.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var lögð á það áhersla að rík­is­ábyrgð á lán­um trygg­inga­sjóðs inn­stæðueig­enda frá Bret­um og Hol­lend­ing­um, vegna Ices­a­ve-skulda, myndi falla niður árið 2024, óháð því hvort búið yrði að greiða þau til baka á þeim tíma eða ekki. Sam­kvæmt Ices­a­ve-samn­ingn­um sem þegar hef­ur verið und­ir­ritaður verður ekki byrjað að greiða lán­in til baka fyrr en árið 2016, eða eft­ir sjö ár.

„InD­efence-fyr­ir­var­inn“

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins lögðu full­trú­ar stjórn­ar­flokk­anna, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna, áherslu á það í gær­kvöldi að ná sátt­um við Sjálf­stæðis­menn til að tryggja eins breiða sátt um málið og mögu­legt væri.

Full­trú­ar í fjár­laga­nefnd hafa lagt á það áherslu að vera upp­lýst­ir um öll sam­skipti sem emb­ætt­is­menn í ráðuneyt­um eiga við Breta og Hol­lend­inga vegna vinnu fjár­laga­nefnd­ar.

Indriði H. Þor­láks­son, aðstoðarmaður Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra, seg­ir sam­skipt­in við Breta og Hol­lend­inga vera í fag­leg­um og eðli­leg­um far­vegi. Þeir hafi verið upp­lýst­ir um fyr­ir­vara sem fjár­laga­nefnd hef­ur gert við frum­varpið. Hins veg­ar vilji þeir ekki tjá sig efn­is­lega um málið, eða taka af­stöðu til fyr­ir­var­anna, fyrr en niðurstaða Alþing­is í mál­inu verður ljós.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert