SVÞ: Aldrei aftur einokun á sementsmarkaði

Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu segja að þegar sam­keppni var inn­leidd á Íslandi fyr­ir um tíu árum síðan þegar danska fyr­ir­tækið Aal­borg Port­land hóf starf­semi á Íslandi þá hafi flest­ir fagnað því. SVÞ hvetja til þess að ekki verði komið á ein­ok­un á Íslandi á ný á sement­s­markaði enda hafi sement á Íslandi verið það dýr­asta í heim­in­um áður en sam­keppni kom hér á.

Í til­efni af op­in­berri umræðu um slæma stöðu Sements­verk­smiðjunn­ar á Akra­nesi vilja SVÞ - Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu benda á eft­ir­far­andi:
„Með EES samn­ingn­um er aðild­ar­ríkj­um samn­ings­ins gert að koma í veg fyr­ir ein­ok­un á mörkuðum.

Full­yrða má að krafa um að fyr­ir­tæki á sam­keppn­ismarkaði (þó að þau séu tíma­bundið form­lega séð í eigu rík­is­banka) beindi viðskipt­um sín­um til fyr­ir­tæk­is í eigu sam­keppn­isaðila, færi gegn ríkj­andi sjón­ar­miðum í sam­keppn­is­mál­um og bryti bein­lín­is gegn ákvæðum sam­keppn­islaga. Sements­verk­smiðjan á Akra­nesi er að mest­um hluta í eigu eins stærsta steypu­fram­leiðanda hér á landi.

Slík ráðstöf­un teld­ist jafn­framt vafa­lítið falla und­ir rík­is­styrkja­ákvæði EES samn­ings­ins. Til þess að rík­is­styrk­ir telj­ist heim­il­ir verður Eft­ir­lits­stofn­un EFTA að samþykkja slíka ráðstöf­un. Telja verður í meira lagi hæpið að rík­is­styrk­ur í því formi sem hér um ræðir yrði heim­ilaður af stofn­un­inni," að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert