Vakta hús auðmanna

Málningu hefur þegar verið skvett á nokkur hús, m.a. hús …
Málningu hefur þegar verið skvett á nokkur hús, m.a. hús Bjarna Ármannssonar. mbl.isJakob Fannar

Nokkuð er um að óskað sé sérstakrar gæslu vegna ótta við skemmdarverk og eignaspjöll á borð við þau sem útrásarvíkingar, auðmenn og fleiri hafa mátt sæta að undanförnu. Þetta segir Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar. Bílar og hús fólks, sem skemmdarvargar telja sig eiga óuppgerðar sakir við vegna efnahagshrunsins, hafa ítrekað verið ötuð málningu og skemmd með öðrum hætti undanfarið.

Ómar kveðst ekki geta tjáð sig um einstök mál en staðfestir að fylgst sé grannt með nokkrum húsum að beiðni íbúa sem telja sig geta orðið skotspón hermdarverka. Þá hefur fyrirtækinu borist mikið af fyrirspurnum um öryggismál.

„Við tölum ekkert mikið um það en í einhverjum tilfellum hafa menn óskað eftir vöktun,“ segir Ómar. Enn sem komið er hafa starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar ekki staðið neinn að verki.

„Við hljótum að hafa einhverja aðra leið til að draga menn til ábyrgðar, það eru fjölskyldur í húsunum og þetta bitnar á fleirum en því er beint að,“ segir Ómar. Hann kveður það slæma þróun að fólk finni sig knúið til að láta vakta heimili sín og vonar að þetta líði hjá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert