ASÍ: Bregðast þarf við vanda heimilanna

Þeim fjölgar hratt sem ekki sjá framá að geta staðið …
Þeim fjölgar hratt sem ekki sjá framá að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Ásdís Ásgeirsdóttir

Miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands seg­ir að rík­is­stjórn­in verði að bregðast strax við vanda heim­il­anna. Sí­fellt fleiri geti ekki staðið við skuld­bind­ing­ar sína og á sama tíma og skuld­ir heim­illa auk­ist þá fari kaup­mátt­ur minnk­andi. Þetta kem­ur fram í álykt­un frá miðstjórn ASÍ.

„Vandi heim­il­anna vex hröðum skref­um dag frá degi. Staða þeirra sem kom­in eru í greiðslu­vanda fer stöðugt versn­andi og þeim fjölg­ar hratt sem ekki sjá framá að geta staðið við fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar.

Að óbreyttu mun ástandið aðeins versna næstu mánuði ekki síst í ljósi þess að á sama tíma og skuld­ir vaxa ört fer kaup­mátt­ur minnk­andi. Und­an­farna mánuði hef­ur þessi aðkallandi vandi , sem snýr ekki síst að al­mennu launa­fólki í land­inu, fengið litla at­hygli stjórn­valda. Það er með öllu ósætt­an­legt.

Fyr­ir ligg­ur að þær aðgerðir sem þegar hef­ur verið gripið til af hálfu stjórn­valda og fjár­mála­stofn­ana duga eng­an veg­inn til að mæta þeim vanda sem við blas­ir. Alþýðusam­bandið hef­ur margoft bent á að þær væru alltof sein­virk­ar, ómark­viss­ar og skiluðu mjög tak­mörkuðum ár­angri. ASÍ hef­ur ít­rekað kraf­ist úr­bóta.

Rík­is­stjórn­in verður að bregðast strax við og koma með raun­hæf­ar og virk­ar aðgerðir til að létta skulda- og greiðslu­byrði heim­il­anna áður en fólk miss­ir alla von um mann­sæm­andi af­komu á næstu árum. Alþýðusam­bandið legg­ur áherslu á að all­ar leiðir til lausn­ar fjár­hags­vanda heim­il­anna verði skoðaðar og lýs­ir sig reiðubúið til að taka þátt í þeirri vinnu," að því er seg­ir í álykt­un miðstjórn­ar ASÍ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert