Atvinnulaust fólk-ekki skrokkar

Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að atvinnulaust fólk verði fyrir barðinu á neikvæðri umræðu um bótasvik  í samfélaginu og liggi undir grun um að stela bótum. Það sé hinsvegar lítill hópur fólks sem svíki út bætur setji alla atvinnulausa í þessa ömurlegu stöðu.

Kristján bendir á að ástandið sé vissulega viðkvæmt. Atvinnuleyssisjóður sé að verða uppurinn og Ábyrgðarsjóður launa sé einnig að þrotum kominn. Umræða um laus störf á frístundaheimilum sem atvinnulausir hirði ekki um að sækja um sé hinsvegar dæmi um óréttmætar ásakanir á hendur atvinnulausu fólki. Það geti ekki allir gert allt. Þótt það séu laus störf einhverstaðar sé ekki hægt að taka fólk eins og skrokka af atvinnuleysisskrá og flytja á viðkomandi vinnustaði. Það þurfi leysa málið með hliðsjón af vanda einstaklinganna sjálfra. Þannig hafi það alltaf verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert