Fékk sér léttvín með mat

Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson. mbl.is/Ómar

Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður, segist á heimasíðu sinni hafa fengið sér léttvín með kvöldmatnum síðastliðið fimmtudagskvöld en ekki fundið til áfengisáhrifa í þingumræðu síðar um kvöldið. Eftir á að hyggja hafi það þó verið mistök að mæta í þingið eftir að hafa bragðað áfengi og biðst Sigmundur Ernir velvirðingar á því.


Eftir á að hyggja voru það engu að síður mistök af minni hálfu að mæta í þingið eftir að hafa bragðað áfengi. Á því biðst ég velvirðingar.

Að ósk eins þingmanns úr stjórnarandstöðu verður þetta mál til umfjöllunar í forsætisnefnd og mun ég bíða afgreiðslu hennar áður en ég tjái mig frekar um málið," segir Sigmundur Ernir á heimasíðu sinni.

Þingumræðan sl. fimmtudagskvöld

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert