Fékk sér léttvín með mat

Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson. mbl.is/Ómar

Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son, alþing­ismaður, seg­ist á heimasíðu sinni hafa fengið sér létt­vín með kvöld­matn­um síðastliðið fimmtu­dags­kvöld en ekki fundið til áfeng­isáhrifa í þingum­ræðu síðar um kvöldið. Eft­ir á að hyggja hafi það þó verið mis­tök að mæta í þingið eft­ir að hafa bragðað áfengi og biðst Sig­mund­ur Ern­ir vel­v­irðing­ar á því.


Eft­ir á að hyggja voru það engu að síður mis­tök af minni hálfu að mæta í þingið eft­ir að hafa bragðað áfengi. Á því biðst ég vel­v­irðing­ar.

Að ósk eins þing­manns úr stjórn­ar­and­stöðu verður þetta mál til um­fjöll­un­ar í for­sæt­is­nefnd og mun ég bíða af­greiðslu henn­ar áður en ég tjái mig frek­ar um málið," seg­ir Sig­mund­ur Ern­ir á heimasíðu sinni.

Þingum­ræðan sl. fimmtu­dags­kvöld

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert