Gagnrýna að fólk sé sett á vanskilaskrá

Neytendasamtökin telja það óásættanlegt að þeir sem nýta sér greiðsluaðlögun séu settir á vanskilaskrá ásamt því að nöfn þeirra eru birt opinberlega í Lögbirtingablaðinu. Þetta kemur fram á vef samtakanna.

Neytendasamtökin beina þeim eindregnu tilmælum til dómsmálaráðherra að þetta verði skoðað nánar og þessum lögum verði breytt, sé slíkt nauðsynlegt. „Jafnframt minna Neytendasamtökin á kröfu samtakanna um að lögunum verði breytt þannig að einyrkjar í atvinnurekstri geti sótt um greiðsluaðlögun vegna skulda viðkomandi heimilis, án þess að þurfa að hætta með atvinnurekstur sinn," að því er segir á vef Neytendasamtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert