Gegn hagsmunum Íslands

Kristján Þór Júlíusson og Ásbjörn Óttarsson, sem hér sjást fá …
Kristján Þór Júlíusson og Ásbjörn Óttarsson, sem hér sjást fá sér ís milli funda, sitja í fjárlaganefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn. mbl.is/Heiðar

Afar hörð gagn­rýni á Ices­a­ve-lána­samn­ing­ana við Breta og Hol­lend­inga kem­ur fram í drög­um að fram­halds­nefndaráliti full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins í fjár­laga­nefnd um frum­varp um rík­is­ábyrgð vegna samn­ing­ana. Seg­ir þar m.a. að fjöl­mörg ákvæði í samn­ing­un­um stríði með al­var­leg­um hætti gegn hags­mun­um ís­lenska rík­is­ins og skaði samn­ings- og rétt­ar­stöðu þjóðar­inn­ar til framtíðar. 

Segja sjálf­stæðis­menn m.a. að það sé fá­heyrt, að rík­is­stjórn sjálf­stæðs og full­valda rík­is skuli af­sala sinni eig­in þjóð jafn mik­ils­verðum og sjálf­sögðum rétti eins og ís­lenska rík­is­stjórn­in hef­ur gert með und­ir­rit­un sinni und­ir lána­samn­ing­ana við Bret­land og Hol­land.  

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins segj­ast fyrst og fremst hafa haft það að mark­miði í vinn­unni í fjár­laga­nefnd, að reyna að tak­marka það tjón sem upp­haf­legt frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefði valdið ís­lenska rík­inu og ís­lensku þjóðinni.  Það mark­mið hafi að miklu leyti náðst og breyt­ing­ar­til­lög­ur, sem gerðar hafi verið við frum­varpið hafi átt veru­leg­an þátt í því að forða Íslandi frá þeim gríðarlega skaða sem hlot­ist hefði af upp­haf­legu frum­varpi. 

Eft­ir standi engu að síður ákvæði lána­samn­ing­anna, sem stríði svo aug­ljós­lega gegn hags­mun­um Íslands, að á þau verði ekki fall­ist.

Nefndarálitið verður lagt fram á Alþingi í fyrra­málið en þriðja og síðasta umræða um frum­varpið hefst klukk­an 10:30. Gera má ráð fyr­ir að frum­varpið verði að lög­um á föstu­dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert