Gjaldþrota greiðsluaðlögun

Gylfi Arnbjörnssson forseti ASÍ segir að fólk sem fái greiðsluaðlögun við núverandi aðstæður séu í raun meðhöndlað eins og það sé gjaldþrota. Hann segir að ASÍ hafi lagt til í vetur að lög um greiðsluaðlögun yrðu félagslegt úrræði sem félli undir Félagsmálaráðuneytið. Sú leið hafi orðið fyrir valinu að fella þetta undir Dómsmálaráðuneytið og gera að sérstökum kafla í gjaldþrotalögum.

Gylfi segir að ASÍ hafi viljað að þetta yrði meðhöndlað eins og sérstakt úrræði vegna bankahrunsins en reynslan sýni að þetta sé meðhöndlað sem gjaldþrot.  Gylfi telur mikilvægt að endurskoða lögin og bakka til baka. Það þurfi að vera jafnræði milli þegnanna og það megi ekki vera mismunandi eftir lánastofnunum hvernig sé tekið á málum.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert