Höfuðstóll lána verður lækkaður

mbl.is/ÞÖK

Íslands­banki hyggst grípa til þess ráðs að lækka höfuðstól hús­næðislána í er­lendri mynt og hefðbund­inna verðtryggðra lána og breyta þeim í óverðtryggð lán í krón­um. Þetta staðfesti Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

„Við [hjá Íslands­banka, innsk. blm.] höf­um verið að leita lausna á þeim skulda­vanda sem heim­ili og fyr­ir­tæki eru í. Við höf­um verið að vinna að lausn, sem bygg­ist á leiðrétt­ingu höfuðstóls er­lendra hús­næðislána og verðtryggðra hús­næðislána, í skipt­um fyr­ir það að fara í óverðtryggðar ís­lensk­ar krón­ur. Nú erum við kom­in með efna­hags­reikn­ing bank­ans og sjá­um hvaða svig­rúm við höf­um.“

Birna seg­ir ekki ljóst enn hversu mik­il leiðrétt­ing­in á höfuðstól lán­anna verður en hún muni skipta sköp­um fyr­ir marga af viðskipta­vin­um bank­ans. Birna seg­ir enn­frem­ur að mik­il­vægt sé að ná sam­fé­lags­legri sátt um aðgerðirn­ar og að þær verði sam­ræmd­ar hjá fjár­mála­stofn­un­um, a.m.k. að hluta. For­svars­menn Íslands­banka hafa átt í viðræðum við skattyf­ir­völd og stjórn­völd um hvernig út­færa má lækk­un höfuðstóls lána. Sam­kvæmt lög­um þyrfti að greiða skatt af niður­fell­ingu láns­ins, í hlut­falli við þá upp­hæð sem yrði af­skrifuð.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hef­ur það komið til umræðu hjá stjórn­völd­um og fjár­mála­stofn­un­um að höfuðstóll hús­næðislána í er­lendri mynt verði miðaður við ákveðna geng­is­vísi­tölu, til að sam­ræma aðgerðir. Eng­ar ákv­arðanir hafa þó verið tekn­ar enn og hafa bank­arn­ir, hver í sínu horni, mál­in til skoðunar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert