Lítil viðbrögð stjórnvalda

mbl.is/Ásdís

Viðræðum stjórn­valda og aðgerðar­hóps líf­eyr­is­sjóða vegna stór­fram­kvæmda til að stuðla að auk­inni at­vinnu miðar hægt. Fyrsti fund­ur­inn var hald­inn í sein­ustu viku og hef­ur enn ekki verið boðað til ann­ars fund­ar. Í stöðug­leika­sátt­mál­an­um í júní er kveðið á um að stefnt skuli að því að þess­um viðræðum stjórn­valda og líf­eyr­is­sjóða verði lokið fyr­ir 1. sept­em­ber. Nú er öll­um orðið ljóst að það mark­mið næst ekki.

 Vax­andi óþol­in­mæði gæt­ir meðal full­trúa á vinnu­markaði og meðal líf­eyr­is­sjóða vegna þess hve lít­il viðbrögð stjórn­valda hafa verið til þessa. Líta þeir svo á að bolt­inn sé hjá stjórn­völd­um. Enn ligg­ur ekk­ert fyr­ir um hver á að verða for­gangs­röðun fram­kvæmda sem rætt var um við gerð stöðug­leika­sátt­mál­ans í júní.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins urðu for­svars­menn líf­eyr­is­sjóða og heild­ar­sam­taka á vinnu­markaði fyr­ir von­brigðum á fund­in­um í sein­ustu viku vegna þess hversu und­ir­bún­ing­ur­inn virðist vera skammt á veg kom­inn í stjórn­kerf­inu.

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafa lýst sig reiðubúna að setja um 100 millj­arða kr. í op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir og til stofn­un­ar Fjár­fest­ing­ar­sjóðs Íslands á næstu fimm árum. Þeir lýsa sig til­búna að hefjast handa og setja sér­fræðinga í ein­stök verk­efni. Var rætt um þessi mál á fundi aðgerðahóps þeirra í gær­morg­un. Full­trú­ar stjórn­valda hafi hins veg­ar ekki enn sett fram nein­ar hug­mynd­ir um ákveðin verk­efni sem líf­eyr­is­sjóðirn­ir gætu hugs­an­lega fjár­magnað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert