Jarðskjálfti sem mældist 3,4 á Richter varð um áttaleytið í kvöld á Vatnajökli. Upptök skjálftans eru 8,4 km austnorðaustur af Bárðarbungu.
Nokkrir minni skjálftar hafa mælst á jarðskjálftamælum á svipuðum slóðum, sá stærsti 2,4 stig en hann varð klukkan 20:34.
Í júlímánuði voru yfir 60 jarðskjálftar staðsettir undir Vatnajökli, flestir við Bárðarbungu. Frá 21. til 24. júlí mældust átta ísskjálftar austan í Skeiðarárjökli, nálægt Færnestindum. Þessi virkni fylgdi 30 sentímetra risi Skeiðarár, og var sennilega um minniháttar Skeiðarárhlaup að ræða.
Tafla sem sýnir jarðskjálfta á Vatnajökulssvæðinu