Vilja að stjórnvöld hindri kaup Magma

mbl.is

Samþykkt var að skora á rík­is­stjórn Íslands og sveit­ar­fé­lög að koma í veg fyr­ir kaup Magma Energy á hlut­um í HS orku á um 100 manna sam­stöðufundi sem hald­inn var í Grinda­vík í gær­kvöldi.

Í yf­ir­lýs­ingu fund­ar­manna seg­ir að heitið sé „á rík­is­stjórn Íslands að standa vörð um sam­eig­in­leg­ar auðlind­ir lands­manna með lang­tíma­hags­muni þjóðar­inn­ar að leiðarljósi“.

Framsal auðlind­ar­inn­ar í jafn­lang­an tíma og gert er ráð fyr­ir í til­boði Magma beri að líta á sem var­an­legt og við þær aðstæður sem nú séu uppi í þjóðfé­lag­inu sé brýnt að lausa­fjár­vandi sam­fé­lags­ins sé ekki leyst­ur með bráðræðis­leg­um gjörn­ing­um þar sem mikl­um hags­mun­um sé fórnað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert