Vinnudagar kennara að meðaltali 174,7

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Sam­an­lagður fjöldi kennslu­daga og prófa­daga nem­enda í fram­halds­skól­um skóla­árið 2008-2009 var á bil­inu 164 til 185 eft­ir skól­um, en að meðaltali 174,7. Þetta er svo til óbreytt­ur fjöldi daga frá fyrra skóla­ári. Þetta kem­ur fram í upp­lýs­ing­um frá fram­halds­skól­un­um til Hag­stofu Íslands.

Kennslu­dag­ar skipt­ast í reglu­lega kennslu­daga og aðra kennslu­daga. Reglu­leg­ir kennslu­dag­ar voru frá 142 til 179 eft­ir skól­um og staf­ar mun­ur­inn af mis­mun­andi skipu­lagi skóla­starfs­ins. Meðal­fjöldi reglu­legra kennslu­daga var 147,4 sem er fækk­un um 0,2 daga frá fyrra skóla­ári. Reglu­leg­ir kennslu­dag­ar voru að meðaltali 2,5 fleiri á vorönn en á haustönn. Að auki voru aðrir kennslu­dag­ar 2,2 að meðaltali.

Dag­ar sem ein­ung­is var varið til prófa og náms­mats voru frá 8 til 30 að tölu, með einni und­an­tekn­ingu. Flest­ir skól­ar eru með ákveðinn prófa­tíma en í öðrum skól­um fara próf fram á kennslu­dög­um. Að meðaltali var 25 dög­um varið til prófa og náms­mats sem er óbreytt­ur fjöldi frá síðastliðnu skóla­ári.

Í kjara­samn­ing­um kenn­ara er gert ráð fyr­ir sam­tals 175 kennslu- og prófa­dög­um á níu mánaða starfs­tíma skóla og að auki fjór­um vinnu­dög­um kenn­ara utan ár­legs níu mánaða starfs­tíma. Heild­ar­fjöldi vinnu­daga kenn­ara á skóla­ár­inu 2008-2009 reynd­ist vera frá 175 til 196. Meðal­fjöldi vinnu­daga kenn­ara var 181,3 og er það fækk­un um tæp­lega einn dag frá  síðastliðnu skóla­ári. Þar af voru vinnu­dag­ar kenn­ara að meðaltali 178,3 á ár­leg­um starfs­tíma skóla.

Sér­deild­ir starfa við 21 skóla
Í gagna­söfn­un um skóla­hald er einnig spurt hvort sér­deild sé starf­andi við skól­ann eða ekki. Fram kem­ur að sér­deild er starf­andi við 21 fram­halds­skóla og er fjöld­inn óbreytt­ur frá fyrra ári.

Þá er einnig spurt um form kennsl­unn­ar, hvort í skól­an­um sé áfanga­kerfi eða bekkjar­kerfi. Þegar þær upp­lýs­ing­ar eru skoðaðar kem­ur fram að bekkjar­kerfi er við lýði í 6 fram­halds­skól­um á land­inu.

Frétt Hag­stof­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert