Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini

00:00
00:00

Mót­mæl­end­ur gerðu aðsúg að Hann­esi Hólm­steini Giss­ur­ar­syni profess­or þegar hann hugðist taka þátt í mót­mæl­um gegn Ices­a­ve-samn­ing­un­um á Aust­ur­velli. mbl sjón­varp ætlaði að taka viðtal við Hann­es en mót­mæl­end­ur lögðu blátt bann við því að það færi fram fyr­ir fram­an Alþing­is­húsið.

Hann­es fór inn í Alþing­is­húsið en mót­mæl­end­ur reyndu að veita hon­um eft­ir­för inn í húsið en voru stöðvaðir í gang­in­um. Viðtalið mátti ekki fara fram í hús­inu og Hann­es fór út bak­dyra­meg­in og svaraði spurn­ing­um mbl í Alþing­is­garðinum. Hann sagðist vera sam­mála mót­mæl­end­um í því að Íslend­ing­ar ættu ekki að greiða skuld­ir óreiðumanna. Hann skildi vel þeirra reiði en hún ætti að bein­ast gegn þeim sem væru þessa stund­ina að leggja drápsk­lyfjar á þjóðina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert