Borgin í ábyrgð fyrir 110 milljarða skuldum Landsvirkjunar

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus

Staða lána, sem Landsvirkjun tók á meðan borgin var meðeigandi að fyrirtækinu var 247 milljarðar króna í árslok 2008 og ábyrgðarhlutur borgarinnar nam 110 milljörðum miðað við 44,53% eignarhlutur. Gengisvísitalan hefur hækkað um nærri 9,9% það sem af er þessu ári og gefur þa'ð vísbendingu um hækkun þessarar ábyrgðar á árinu.

Þetta kemur fram í svörum fjármálaskrifsstofu borgarinnar við fyrirspurnum Samfylkingarinnar um ábyrgðir borgarinnar vegna Landsvirkjunar. Voru svörin lögð fram á fundi borgarráðs í dag.

Þar kemur einnig fram, að eftir 1 janúar 2007, þegar borgin seldi sinn hlut í Landsvirkjun til ríkisins, hafi komið til nýjar skuldir sem Reykjavíkurborg beri ekki ábyrgð á. Þannig eru skuldir Landsvirkjunar í árslok 200 2789 milljónir dala eða 338 milljarðar króna. 

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst, að engan veginn hafi verið bundið tryggilega um þessa þætti við sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Þetta sé enn einn áfellisdómurinn yfir sölu Reykjavíkurborgar á hlut sínum í Landsvirkjun. Brýnt sé að leitað verði leiða til að bæta úr þessu og framkvæmda áhættumat vegna þeirrar stöðu sem borgin er í gagnvart Landsvirkjun. 

Á fundi borgarráðs var lögð fram tillaga Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um áhættumat vegna ábyrgða borgarinnar. Afgreiðslu hennar var frestað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka