Greiðsluviljinn að hverfa

„Við erum bara að reyna að halda sjó. Maður heyr­ir í frétt­un­um að það eigi að hjálpa þeim sem skulda mest, en hvað með þá sem rétt hanga á þræðinum?“ spyr Þor­geir Vals­son, fjöl­skyldufaðir í Reykja­nes­bæ. Hann er kvænt­ur og eiga þau hjón­in tvær ung­ar dæt­ur.

„Við erum sem bet­ur fer enn bæði með vinnu,“ seg­ir Þor­geir. „Það er ým­is­legt sem er farið að gera okk­ur erfitt fyr­ir þó að við séum ennþá í skil­um með allt,“ seg­ir hann. „Kon­an er núna í fæðing­ar­or­lofi og bara það að önn­ur stelpn­anna byrj­ar á leik­skóla þegar hún fer að vinna og hin fer til dag­mömmu klár­ar laun­in henn­ar.“

Þor­geir og kona hans keyptu íbúð fyr­ir tæp­um átta árum á 6,7 millj­ón­ir. Sjálf­ur átti hann 2 millj­ón­ir en það sem upp á vantaði var fengið að láni hjá Íbúðalána­sjóði. „Og lánið stend­ur núna í 8,7 millj­ón­um!“ seg­ir Þor­geir. Íbúðin er orðin allt of lít­il fyr­ir fjöl­skyld­una og hún hef­ur verið á sölu í rúmt ár. Nú seg­ir Þor­geir stöðuna vera þá að þau bjóði íbúðina gegn yf­ir­töku skulda. Þó að þau haldi sjó enn má ekk­ert út af bera til að þau sjái ekki fyr­ir end­ann á mál­un­um. Þau hafa lifað spart og ekki leyft sér neitt um­fram nauðsynj­ar. „Við sjá­um það um hver mánaðamót að það er alltaf minna og minna eft­ir. Það end­ar með því að við gef­umst upp á þessu, það er bara all­ur greiðslu­vilji að hverfa.“ Til­finn­ing­arn­ar sem Þórir seg­ir bær­ast með sér vegna stöðunn­ar eru fyrst og fremst mik­il reiði.

Guðmund­ur Bjarna­son, for­stjóri Íbúðalána­sjóðs, seg­ir stofn­un­ina starfa sam­kvæmt sett­um lög­um og ekk­ert liggi fyr­ir um lána­breyt­ing­ar eða af­skrift­ir. Slík ákvörðun verði að koma frá stjórn­völd­um. Minna sé um van­skil hjá sjóðnum en bönk­un­um, enda hafi sjóður­inn boðið hefðbund­in verðtryggð lán og tak­markað há­marks­lán. Áform Íslands­banka eða annarra banka kalli ekki á nein skyndiviðbrögð af hálfu Íbúðalána­sjóðs, stjórn­völd verði að leggja lín­una.

Her­mann Björns­son hjá Kaupþingi seg­ir það staðreynd að lán­tak­end­ur bíði marg­ir eft­ir al­menn­um aðgerðum.

Bank­arn­ir hafa kallað eft­ir skýrri stefnu frá stjórn­völd­um um hvort og til hvaða ráðstaf­ana verði gripið til að koma til móts við skuld­ara. Bent hef­ur verið á að ríkið komi að öll­um stærstu lán­veit­end­un­um og gæta þurfi jafn­ræðis milli lán­tak­enda.

Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra seg­ir að ekki megi mis­muna fólki með þeim ráðstöf­un­um sem bank­arn­ir grípa til hver fyr­ir sig.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert