Hávaði gegn Icesave

Mótmælendur á Austurvelli í dag.
Mótmælendur á Austurvelli í dag. mbl.is/Jakob

Nú standa yfir mót­mælaaðgerðir á Aust­ur­velli gegn Ices­a­ve-samn­ingn­um en á Alþingi fer nú fram þriðja og síðasta umræða um frum­varp um rík­is­ábyrgð vegna samn­ing­anna. Þeir sem boðuðu til mót­mæl­anna mælt­ust til þess að þátt­tak­end­ur fram­leiddu eins mik­inn hávaða og þeir gætu.

Í aug­lýs­ingu frá áhuga­fólki um rétt­lát­an og lög­leg­an Ices­a­ve samn­ing seg­ir, að ef samn­ing­ur­inn verði samþykkt­ur á Alþingi í dag kosti það hvern Íslend­ing að minnsta kosti eina millj­ón króna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert