Icesave-umræðu að ljúka

Jóhanna Sigurðardóttir blaðar í skjölum á Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir blaðar í skjölum á Alþingi. mbl.is/Eggert

Þing­fundi var slitið á Alþingi klukk­an 18 í kvöld en þriðja og síðasta umræða um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-lána­samn­ing­ana hófst í morg­un. Þegar fundi var slitið voru þrír þing­menn á mæl­enda­skrá: Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son og Bjarni Bene­dikts­son.

Fund­ur hef­ur verið boðaður á Alþingi klukk­an 10:30 á morg­un og verða þá greidd at­kvæði um breyt­ing­ar­til­lög­ur, sem meiri­hluti og minni­hluti fjár­laga­nefnd­ar hafa lagt fram við frum­varpið. Síðan verða greidd at­kvæði um frum­varpið í heild.

Á dag­skrá þing­fund­ar á morg­un eru einnig frum­vörp um til­færslu á verk­efn­um ráðuneyta, frum­varp um upp­lýs­ing­ar um fjár­fram­lög til stjórn­mála­flokka á ár­un­um 2002-2006 og frum­varp um að rík­is­sjóður fái heim­ild til að taka  290 millj­arða króna að láni til að styrkja gjald­eyr­is­forðann og að Lands­virkj­un fái að taka 50 millj­arða að láni.

Fund­um þings­ins verður síðan frestað til 1. októ­ber en þá verður þingið sett að nýju og fjár­laga­frum­varp fyr­ir næsta ár lagt fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert