Brotist var inn í fjölda bíla í Reykjavík í gær og bárust átta tilkynningar um slíkt til lögreglu. Innbrotin áttu sér stað víðsvegar um borgina.
Úr bílunum var til dæmis stolið fartölvu, Ipod, geislaspilara, myndavél og greiðslukortum.
Lögreglan vill ítreka að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. Sé slíkt óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.