Minni tekjur og meiri útgjöld

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. Reuters

Tekjur ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins reyndust 37,4 minni en í fyrra en  gjöldin jukust um 71,6 milljarða króna. Tekjurnar eru einnig 20 milljörðum króna minni en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir og munar mest um lægri skatta á vöru og þjónustu en gert var ráð fyrir í áætluninni.

Greidd gjöld hækkuðu um 71,6 milljarða frá fyrra ári, eða um 31%. Fjármálaráðuneytið segir í vefriti sínu, að milli ára hækki útgjöld mest til almannatrygginga og velferðarmála um 28,6 milljarða, sem skýrist að mestu með 13,5 milljarða  hækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs á milli ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert