Ólafur Elíasson og dönsku listamennirnir Bjørn Nørgaard, John Kørner og Jeppe Hein ásamt hljómsveitinni Superflex eru meðal hundrað listamanna sem standa fyrir sýningu og uppboði til styrktar Írökum sem búið er að vísa burt frá Danmörku.
Atburðurinn hefur fengið nafnið Aktion Auktion og verður haldinn þann 10.-21.september í Hökerboderna við Vesturbrú í Kaupmannahöfn.
Kemur þetta fram á vef Berlingske.
Í þessa tólf daga verða meðal annars haldnir fyrirlestrar, umræður og upplestrar sem sýna eiga aðstæður írösku flóttamannanna.
Uppboðið er haldið í samvinnu við uppboðshúsið Bruun Rasmussen.
Það fé sem safnast mun ganga óskipt til flóttamannanna gegnum grasrótarhreyfinguna Kirkjuhæli; Kirkeasyl.
Lögreglan braust fyrir skömmu inn í Brorson kirkju og tók þar fasta Íraka sem höfðu búið um sig í kirkjunni eftir að hafa verið vísað úr landi.