Málefni Sigmundar Ernis Rúnarssonar alþingismanns sem hefur verið gagnrýndur fyrir að taka þátt í störfum þingsins eftir að hafa drukkið léttvín með mat, voru ekki rædd en hann baðst afsökunar í morgun.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segir að það hafi aldrei staðið til að hennar hálfu að taka málið upp í nefndinni. Henni hafi ekkert þótt athugavert umrætt kvöld nema það að það var kveldúlfur í salnum. Þess vegna hafi hún ákveðið að slíta fundi.