Ræddu hegðun þingmanna

Forsætisnefnd Alþingis ræddi hegðun og framkomu þingmanna í sölum Alþingis í morgun, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis segir þetta alvanalegt, en full ástæða til að taka á málinu enda margir nýir þingmenn sem ekki þekki reglur þingsins til hlítar. Það þurfi að vera ró í salnum og þingmenn þurfi að gefa ræðumönnum tóm til að tala og stilla frammíköllum í hóf. Það sé ákveðin list að kalla frammí.

 Málefni Sigmundar Ernis Rúnarssonar alþingismanns sem hefur verið gagnrýndur fyrir að taka þátt í störfum þingsins eftir að hafa drukkið léttvín með mat, voru ekki rædd en hann baðst afsökunar í morgun.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segir að það hafi aldrei staðið til að hennar hálfu að taka málið upp í nefndinni. Henni hafi ekkert þótt athugavert umrætt kvöld nema það að það var kveldúlfur í salnum. Þess vegna hafi hún ákveðið að slíta fundi.

   
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert