Samnýttir bílar njóti forgangs

Sam­nýtt­um bíl­um, þ.e. bíl­um með tveim­ur eða fleiri farþegum, verður snemma á næsta ári veitt­ur for­gang­ur í nýrri til­raun á veg­um sam­göngu­stjóra. Til­raun­in felst í að stýra um­ferð sem liggja mun á morgn­ana á virk­um dög­um í átt að nýju hús­næði Há­skól­ans í Reykja­vík í Öskju­hlíð en mark­miðið er að stuðla að vist­vænni ferðamáta til og frá skóla og vinnu en tíðkast hef­ur.

Að sögn Þor­bjarg­ar Helgu Vig­fús­dótt­ur, for­manns um­hverf­is- og sam­gönguráðs, á enn eft­ir að út­færa fram­kvæmd til­raun­ar­inn­ar í sam­ráði við lög­reglu. Hugs­an­lega verði not­ast við mynda­vél­ar og sekt­ir rétt eins og þegar fylgst er með hraðakstri. Farþegar sem ferðast ein­ir í bíl munu eins og áður geta ekið um Flug­vall­ar­veg.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert