Samnýttum bílum, þ.e. bílum með tveimur eða fleiri farþegum, verður snemma á næsta ári veittur forgangur í nýrri tilraun á vegum samgöngustjóra. Tilraunin felst í að stýra umferð sem liggja mun á morgnana á virkum dögum í átt að nýju húsnæði Háskólans í Reykjavík í Öskjuhlíð en markmiðið er að stuðla að vistvænni ferðamáta til og frá skóla og vinnu en tíðkast hefur.
Að sögn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, formanns umhverfis- og samgönguráðs, á enn eftir að útfæra framkvæmd tilraunarinnar í samráði við lögreglu. Hugsanlega verði notast við myndavélar og sektir rétt eins og þegar fylgst er með hraðakstri. Farþegar sem ferðast einir í bíl munu eins og áður geta ekið um Flugvallarveg.