Skólabörn studd til náms

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint mbl.is/Jim Smart

Hjálp­ar­stofn­an­ir fengu í gær góðan stuðning fyr­ir­tækja til að hjálpa fjöl­skyld­um skóla­barna sem geta ekki staðið straum af kostnaði vegna byrj­un­ar skóla­árs­ins.

Fjöl­skyldu­hjálp Íslands fékk kl. 14 í gær af­hent gjafa­bréf frá Su­bway á Íslandi að heild­ar­and­virði 1,3 millj­ón­ir króna. Hvert gjafa­bréf hljóðaði upp á 15 þúsund króna út­tekt í Penn­an­um. Auk þess af­henti Skúli Gunn­ar Sig­fús­son, eig­andi Su­bway á Íslandi, Fjöl­skyldu­hjálp­inni 400 gjafa­bréf upp á Su­bway-báta. Einnig færði Penn­inn Fjöl­skyldu­hjálp­inni 100 skóla­tösk­ur að gjöf í gær.

Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar­inn­ar, sagði að gjafa­kort­in hefðu öll verið upp­ur­in kl. 16 í gær. Skóla­tösk­urn­ar voru einnig að klár­ast síðdeg­is í gær.

„Það vant­ar miklu meira til að hjálpa þeim sem eru að biðja um aðstoð í dag,“ sagði Ásgerður. Hún sagði að í þau 13 ár sem hún hefði unnið við fjöl­skyldu­hjálp hefðu alltaf verið brögð að því að fólk gæti ekki keypt skóla­vör­ur fyr­ir börn­in sín. Hljótt hafi verið um þenn­an hóp fólks hingað til. „Nú er þessi umræða kom­in í loftið sem er mjög já­kvætt, því þá kem­ur fram þessi sam­hjálp.“

Ein­stak­ling­ar hafa einnig styrkt fjöl­skyld­ur sem geta ekki staðið straum af náms­kostnaði barna sinna. Fjöl­skyldu­hjálp­in hef­ur haft milli­göngu um slíka aðstoð.

Ey­munds­son af­henti Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar Jeva-skóla­tösk­ur sem söfnuðust á skip­titösku­markaði Ey­munds­son. Tekið var á móti tösk­un­um gegn inn­eign­arnótu í Ey­munds­son. Hall­dóra Lár­us­dótt­ir, vöru­stjóri hjá Ey­munds­son, sem átti frum­kvæði að þess­ari gjöf, af­henti skóla­tösk­urn­ar í gær. Ey­munds­son gaf einnig nýj­ar skóla­vör­ur að and­virði 750.000 krón­ur til Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert