Vaxandi vinsældir náttúrulegra leiksvæða

Þessi stubbur virtist una sér vel á nýja leiksvæðinu.
Þessi stubbur virtist una sér vel á nýja leiksvæðinu. Skessuhorn.is

Leikvellir sem kallaðir eru náttúruleg leiksvæði fyrir börn njóta vaxandi vinsælda hérlendis sem erlendis. Til eru hreyfingar sem vinna að því að fjölga slíkun leiksvæðum á kostnað hinna hefðbundnari. Nýr völlur af þessu tagi hefur verið opnaður í Hlíðarbæ í Hvalfjarðarsveit.

Náttúruleg leiksvæði falla betur að landi en hefðbundin og hvetja börn til uppgötvana í sjálfu umhverfinu, flóru og fánu.

Fréttavefurinn Skessuhorn segir frá því að í þéttbýliskjarnanum Hlíðarbæ í Hvalfjarðarsveit sé búið að byggja náttúrulegt leiksvæði.

Fyrirtækið Alta hafði umsjón með skipulagi og verkeftirliti en Stokkar og steinar, fyrirtæki Guðjóns Kristinssonar torf -og grjóthleðslumeistara og skrúðgarðyrkjumanns, sá um smíði og uppsetningu leiktækjanna.  

Í Hlíðarbæ eru öll leiktækin; kofi, sandkassi, jafnvægisslá og þrautabraut, gerð úr íslenskum viði sem kominn er frá Skógrækt ríkisins í Skorradal og falla því leiktækin vel að kjarrivöxnu umhverfinu.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert