Vilja fá að keyra nýja veginn

Þórshöfn á Langanesi.
Þórshöfn á Langanesi.

Sveitarstjórn Langanesbyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að nýr akvegur um Hólaheiði og Hófaskarð, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, verði ekki tekinn í notkun í haust eins og ráðgert var. Sveitarstjórnin hvetur til að fundin verði lausn svo klára megi veginn á tilsettum tíma.

„Vegasamgöngur til og frá Þórshöfn og nágrenni hafa sjaldan verið jafn slæmar og nú sem helgast af lágmarks viðhaldi á vegi um Melrakkasléttu og Öxarfjarðarheiði undanfarin misseri því taka átti nýja veginn í notkun í haust.“

Sveitarstjórnin gerir þá kröfu til Alþingis og ráðamanna þjóðarinnar að umhverfisráðherra ásamt Vegagerðinni beiti sér fyrir því að vegurinn yfir Hólaheiði verði kláraður í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert