11 sóttu um saksóknaraembætti

Tólf sóttu um embætti þriggja sjálfstæðra saksóknara við embætti sérstaks saksóknara sem eiga að stýra rannsókn á föllnu bönkunum þremur. Einn umsækjandinn dró síðan umsókn sína til baka.  

Umsækjendur eru:

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur og staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum
Arnþrúður Þórarinsdóttir, aðstoðarsaksóknari/sviðsstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu
Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara
Eyjólfur Ármannsson, saksóknarfulltrúi hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.
Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður
Guðmundur Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður
Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, lögfræðingur yfirstjórnar LRH/aðstoðarsaksóknari embættis sérstaks saksóknara
Hulda María Stefánsdóttir, fulltrúi ríkissaksóknara
Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður
Kristín Björg Pétursdóttir, héraðsdómslögmaður
Ragnheiður Jónsdóttir, lögfræðingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert