Bretar skoða fyrirvarana

Breska fjár­málaráðuneytið hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem seg­ir, að þeir fyr­ir­var­ar, sem Alþingi gerði við rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-lána­samn­ing­ana, verði skoðaðir vand­lega. Sam­kvæmt frum­varp­inu tek­ur rík­is­ábyrgðin ekki gildi fyrr en Bret­ar og Hol­lend­ing­ar hafa samþykkt fyr­ir­var­ana.

„Eins og bú­ast má við mun Bret­land skoða vand­lega þau skil­yrði, sem lán­inu hafa verið sett til að tryggja að þeir séu raun­hæf­ir," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni, sem breska rík­is­út­varpið BBC vitn­ar til.

„Þetta lán er mik­il­vægt og já­kvætt skref í rétta átt fyr­ir alla þá sem tengj­ast mál­inu og það er mik­il­vægt að við tök­um okk­ur tíma til að fara yfir málið til að tryggja bestu niður­stöðuna fyr­ir alla aðila."

Talsmaður hol­lenska fjár­málaráðuneyt­is­ins sagði, að samþykkt Alþing­is á frum­varp­inu væri afar já­kvæð og að hol­lensk stjórn­völd myndu ræða fyr­ir­var­ana, sem fylgja rík­is­ábyrgðinni, við ís­lensk stjórn­völd.

Alþingi samþykkti frum­varp um rík­is­ábyrgðina í morg­un með 34 at­kvæðum þing­manna stjórn­ar­flokk­anna tveggja. 14 þing­menn greiddu at­kvæði gegn frum­varp­inu en 14 sátu hjá.

Við fall gamla Lands­banka Íslands urðu inn­eign­ir 340 þúsund spari­fjár­eig­end­ur óaðgengi­leg­ir í út­bú­um bank­ans í Bretlandi og Hollandi. Heild­ar­upp­hæð þess­ara inni­stæðna nam jafn­v­irði rúm­lega 1200 millj­örðum króna. Trygg­inga­sjóður inn­stæðueig­enda ábyrg­ist 20.887 evr­ur á hvern reikn­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert