Reynir að svíkja út

Embætti ríkislögreglustjóra varar við fjársvikastarfsemi, sem orðið hefur vart við hér á landi og felst í því að fólk fær bréf frá hollenskri konu að nafni Marie de Fortune, sem býður fólki fjárhagslega aðstoð.

Bréfin eru stíluð persónulega á fólk, með nafni og heimilisfangi.  Í þeim er mynd af tékka að fjárhæð 23.750 dalir, nærri 3 milljónir króna. Marie segist munu senda viðtakanda þessa fjárhæð en fyrst þurfi hún að fá beiðni þar um.  Er viðtakandi beðinn um að fylla út eyðublað sem fylgir sendibréfinu og senda til baka ásamt 45 dala greiðslu, jafnvirði 5700 króna, fyrir kostnaði.  Eftir það verði tékkinn sendur til viðtakanda, til að framselja og skipta í banka. 

Lögreglan segir, að tilboð sem þessi tengist oftast fjársvikastarfsemi og sé full ástæða til að vara fólk við að svara þeim.

Sýnishorn af bréfi frá Marie de Fortune

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka