Eini lúserinn í kúrekamyndinni

Galdrakarlinn í Oz, hetjur, skúrkar, aumingjar og kúrekar gerðu sig gildandi við lokaafgreiðslu Icesave-málsins á Alþingi. Fjármálaráðherrann hefur boðist til að vera sá eini sem ekki vinni sigur í málinu. Þung orð féllu við lokaafgreiðslu Icesave - ábyrgðarinnar á Alþingi.
 

Þingmenn eru farnir til sinna heima eftir lengsta sumarþing í Íslandssögunni. Það kom í hlut stjórnarflokkanna í morgun að standa einir að því að greiða ríkisábyrgð vegna samningsins, atkvæði sitt þrátt fyrir að náðst hefði þverpólitísk samstaða um fyrirvara við frumvarpið milli allra flokka nema Framsóknarflokksins.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bauðst í upphafi umræðunnar í morgun  til þess að vera eini stjórnmálamaðurinn sem ynni ekki sigur í Icesave-málinu. Allir aðrir mættu vera sigurvegarar.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ríkisstjórnin hafi ætlað að gambla með málið, þingið hafi sagt nei.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins varaði við hættulegri þróun í hugarfari þar sem dyggðum væri snúið á hvolf.,Það mætti ekki tala um stolt og gert væri lítið úr fyrri afrekum þjóðarinnar til að gera aumingjaskapinn bærilegri.

Birgittu Jónsdóttur hjá Borgarahreyfingunni varð hugsað til galdrakarlsins í Oz þegar hún hugleiddi þær sjónhverfingar sem hefðu verið á sumarþinginu.

Ráðherrann var sjálfur hinsvegar  frekar með kúrekamynd í huga þar sem væru góðu og vondu gæjarnir, hetjur, skúrkar og aumingjar. Hann sagði að slík umræða þjónaði ekki tilgangi og myndi með tímanum dæma sig sjálf.

  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka