Fara í greiðsluverkfall 1. okt

Frá mótmælum HH á Austurvelli í sumar
Frá mótmælum HH á Austurvelli í sumar mbl.is/Kristinn

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna (HH) boðar til tveggja vikna greiðslu­verk­falls frá og með 1. októ­ber næst­kom­andi. Þetta kom fram á blaðamann­fundi sam­tak­anna á kaffi­hús­inu Amokka klukk­an tíu í morg­un. 77% 2500 fé­laga sam­tak­anna lýstu sig fyrr í sum­ar fylgj­andi verk­fall­inu.

„Við hef­um fengið mik­inn hljóm­grunn í sam­fé­lag­inu fyr­ir okk­ar sjón­ar­mið,“ seg­ir Þor­vald­ur Þor­valds­son sem sit­ur í verk­falls­stjórn HH. Von­ir standa til að fimm til tíu þúsund manns taki þátt í verk­fall­inu en verk­falls­stjórn seg­ir ómögu­legt að segja til um fjöld­ann.

Til­gang­ur aðgerðana mun vera að knýja þá sem sam­tök­in telja gagnaðila sína til samn­inga við sig fyr­ir hönd ís­lenskra skuld­ara. „Við telj­um að það sé miklu far­sælla fyr­ir sam­fé­lagið að þessi stóru vanda­mál sem tengj­ast lán­um al­menn­ings séu leyst með sam­komu­lagi frek­ar en í gríðarleg­um dýr­um dóms­mál­um sem eng­inn græðir á,“ sagði stjórn­ar­meðlim­ur á fund­in­um.

Verk­falls­stjórn­in gekk á fund Rík­is­sátta­semj­ara snemma í morg­un og baðst þess að hann miðlaði mál­um. Verk­falls­stjórn­in seg­ir að þeirra gagnaðilar séu fyrst og fremst rík­is­valdið, sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja og land­sam­tök líf­eyr­is­sjóða.

Sam­mæli var meðal stjórn­ar­meðlima að sátta­semj­ari hefði tekið vel í beiðni sam­tak­anna. Hann hafi þó kvaðst ekki hafa boðvald yfir nein­um í mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert